Telegraph: Kaupþing og greiðsluhæfi bankans

Allt er óljóst um framtíð stórs verkefnis sem Kaupþing er þátttakandi í vegna stöðu mála á fjármálamörkuðum. Um er að ræða samstarfsverkefni í fasteignaviðskiptum í Los Angeles en samkvæmt vef Telegraph keypti Kaupþing ásamt fjárfestunum Candy bræðrum, sem eru umsvifamiklir á breskum fasteignamarkaði, og Richard Caring, sem á fjölda veitingahúsa og klúbba, land í Beverly Hills fyrir 500 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári.

Segir í frétt Telegraph að Kaupþing hafi tjáð samstarfsaðilum sínum að óvíst sé hvort bankinn taka á sig frekari fjárhagsskuldbindingar vegna verkefnisins vegna aðstæðna á markaði.

 Kaupþing er í ábyrgð á 60% hlut af 350 milljón dala láni sem greiða á í lok næstu viku. Lánveitandinn er Credit Suisse. Segir í frétt Telegraph að verkefnið, sem gengur undir nafninu Lotus, sé í upplausn nema þeim takist að finna nýjan hluthafa. Samkvæmt Telegraph eru Candy bræður, þeir Nick og Christian, og Caring með helstu viðskiptavinum Kaupþings.

Til stóð að byggja 200 lúxusíbúðir í Beverly Hills, verslanir og veitingastaði. Kaupþing á 40% í landinu en er í ábyrgð fyrir 60% af kostnaðinum á meðan Candy bræður eiga 60% hlut og bera 40% af kostnaðinum.

Samkvæmt Telegraph sagði Jónas Sigurgeirsson, forstöðumaður fjárfestatengsla hjá Kaupþingi, að viðræður standi yfir um endurfjármögnun verkefnisins og engin ákvörðun hafi verið tekin. Segir hann að Kaupþing geti staðið við sinn hlut af greiðslunni sem kemur á gjalddaga í lok næstu viku.

Sjá nánar í Telegraph

Viðtal við Candy bræður í This is money

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK