Úrvalsvísitalan lækkar mest

Úrvalsvísitalan hefur lækkað mikið síðustu þrjá mánuðina.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað mikið síðustu þrjá mánuðina.

Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað mun meira en helstu kauphallarvísitölur heims á þriðja ársfjórðungi eða um 22,4% og um 45,8% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Sú vísitala sem komst næst var japanska Nikkeivísitalan. Dow Jones vísitalan í kauphöllinni á Wall Street en hún lækkaði um aðeins 4,4%.  

Fram kemur í ½5 fréttum Kaupþings, að  fram til síðustu helgar hafi litið út fyrir að þriðji ársfjórðungur myndi enda á svipuðum stað og í upphafi fjórðungs, þ.e. í námunda við 4300 stig. En síðustu tvo viðskiptadaga fjórðungsins eftir tilkynnningu um kaup ríkisins á 75% hlut í Glitni, lækkaði Úrvalsvísitalan um 20,6%. Á þeim fjórum viðskiptadögum sem liðnir eru í þessari viku hefur vísitalan fallið um 26,7%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK