Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir við Útvarpið að íslensku bankarnir og fjöldi fyrirtækja séu í reynd gjaldþrota. Við blasi, að að gripið verði til róttækra aðgerða um helgina sem feli í sér í reynd að bönkunum verði lokað og erlendar eignir þeirra seldar í kjölfarið.
Gylfi segir við Útvarpið, að Seðlabankinn verði þrátt fyrir þetta ástand að útvega gjaldeyri en útséð sé með, að hægt sé að útvega nægilegt magn til að halda bankakerfinu gangandi, segir Gylfi, og það myndi ekki leysa aðalvandann.
Gylfi sagði að landið eða ríkið séu ekki gjaldþrota en allmörg íslensk hlutafélög, og þar með talið bankarnir, séu í reynd tæknilega gjaldþrota.