Hollensk stjórnvöld staðfestu í dag, að hollenska ríkið væri að yfirtaka starfsemi bankans Fortis í Hollandi og muni reiða fram 16,8 milljarða evra, jafnvirði rúmlega 2600 milljarða króna. Um síðustu helgi tilkynntu ríkisstjórnir Hollands, Belgíu og Lúxemborgar að þær myndu leggja bankanum til samtals 11,2 milljarða evra en það reyndist ekki duga til.
Meðal þess, sem hollenska ríkið yfirtekur er starfsemi ABN Amro bankans í Hollandi, sem Fortis keypti ásamt tveimur öðrum bönkum fyrir 71 milljarð evra fyrir réttu ári. Þau kaup reyndust vera Fortis um megn.
Fortis er með höfuðstöðvar í Benelux-löndunum þremur en í dag tilkynnt að bankanum yrði skipt upp og hollenska ríkið myndi þjóðnýta eigur bankans þar í landi.