Nikkei ekki lægri í rúm þrjú ár

Nikkei hefur ekki verið lægri síðan í maí 2005.
Nikkei hefur ekki verið lægri síðan í maí 2005. Reuters

Nikkei hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,94% í Kauphöllinni í Tókýó í dag og er 10.938,14 stig. Hefur vísitalan ekki verið jafn lág í rúm þrjú ár. Lokagildi Nikkei vísitölunnar hefur ekki verið undir 11 þúsund stigum frá 18. maí árið 2005. Hlutabréf lækkuðu talsvert í verði á Wall Street í gærkvöldi og skýrir það einkum lækkunina í Tókýó í morgun.

Í Hong Kong lækkaði Hang Seng vísitalan um 2,3% og hlutabréfavísitölur lækkuðu einnig í Ástralíu, Singapúr, Indlandi, Malasíu og Taílandi. Hins vegar hækkuðu hlutabréf í verði í Taívan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK