Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, sagði við Útvarpið að gjaldþrot blasi við trúverðugleika Háskóla Íslands, og það sé alls ekki svo, að bankakerfið sé komið í greiðsluþrot og eignir þess dugi ekki fyrir skuldum eins og Gylfi Magnússon, dósent hjá HÍ, sagði.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, tók í sama streng í fréttum Útvarpsins.
Sigurður sagði, að lausafjárþurrð væri í landinu og Seðlabankinn væri að vinna að lausn þess máls í samræmi við hlutverk sitt. Hins vegar væru engar eignir í hættu.