Telur botninum náð

VIlhjálmur Egilsson.
VIlhjálmur Egilsson.

„Ég hef fulla trú á að botninum sé náð og við getum komist út úr þessu," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

„Ég tel að gengið fari ekki lengra niður á við. Það er lítið sem ekkert lánsfé að koma inn í landið og á meðan eru menn að reyna að standa í skilum vegna lána. þetta verður mjög erfitt. Við þurfum allir að leita leiða til að komast upp úr þessu," segir Vilhjálmur.

Forystumenn Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar eiga nú í nær stöðugum viðræðum um leiðir út úr efnahagsvandanum og má búast við stífum fundarhöldum yfir helgina sem fara fram í nánu samráði við ríkistjórnina. 

Samkvæmt heimildum eru forystumenn lífeyrissjóða einnig komnir að viðræðunum Lögð er áhersla á að koma á samstöðu á milli verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda um ýmis mál og aðgerðir sem eru til umræðu . 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka