IMF: Evrópa verður að sýna viðbrögð

Dominique Strauss-Kahn ræðir við blaðamenn utan við forsetahöllina í París.
Dominique Strauss-Kahn ræðir við blaðamenn utan við forsetahöllina í París. Reuters

Yf­ir­maður Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (IMF) seg­ir, að fjár­málakrepp­an í heim­in­um sé eld­skírn og stjórn­völd í Evr­ópu verði að sýna fram á, að þau geti brugðist við með sama hætti og þau banda­rísku. Banda­ríkjaþing samþykkti í gær lög um 700 millj­arða dala neyðarsjóð sem nota á til að end­ur­reisa banda­ríska fjár­mála­kerfið.

Dom­in­ique Strauss-Kahn, fram­kvæmda­stjóri IMF, seg­ir að fjár­málakrepp­an sé áður óþekkt­ur próf­steinn á lönd­in, sem nota sam­eig­in­leg­an gjald­miðil. 

Þá sagði Strauss-Kahn, að IMF muni lækka til muna hag­vaxt­ar­spár sín­ar í ljósi ástands­ins á fjár­mála­mörkuðum. 


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK