Rætt við norræna seðlabanka

Mikil fundahöld hafa verið í Ráðherrabústaðnum í dag.
Mikil fundahöld hafa verið í Ráðherrabústaðnum í dag. mbl.is/Brynjar Gauti

Breska blaðið Sunday Tel­egraph seg­ir að for­sæt­is­ráðherra Íslands og Seðlabank­inn hafi um helg­ina rætt við nor­ræna seðlabanka um að þeir veiti Íslandi stuðning vegna gjald­eyri­skrepp­unn­ar hér á landi. Blaðið seg­ir að breska fjár­málaráðuneytið og fjár­mála­eft­ir­litið fylg­ist grannt með þróun mála.

Blaðið seg­ir, að viðræðurn­ar snú­ist um að veita jafn­v­irði 10 millj­arða evra, 1560 millj­arða króna, inn í ís­lenska banka­kerfið frá stofn­un­um á borð við nor­rænu seðlabank­ana og ís­lensku líf­eyr­is­sjóðina, sem eru beðnir um að flytja er­lend­ar eign­ir sín­ar til Íslands.  

Þá hef­ur Sunday Tel­egraph eft­ir Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, að lík­ur séu á að ís­lensk­ir bank­ar muni selja er­lend­ar eign­ir og marg­ir þeirra séu þegar komn­ir með eign­ir í sölu­ferli. „Slíkt væri það eðli­leg­asta sem þeir gætu gert." 

Sunday Tel­egraph seg­ir að aðilar hafi um helg­ina haft sam­band við Sin­ger & Friedland­er, dótt­ur­fé­lag Kaupþings í Bretlandi, og boðist til að hefja yf­ir­töku­viðræður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK