Gjaldeyrisskiptasamningar, sem Ísland gerði við seðlabanka Svíþjóðar fyrr á árinu um kaupa allt að 500 milljónir evra fyrir krónur á markaðsgengi hverju sinni, hefur ekki verið virkjaður. Þetta kemur fram í samtali Bloomberg fréttastofunnar við Brittu von Schoultz hjá sænska seðlabankanum.
Á sama tíma, eða í maí, voru einnig gerðir samskonar samningar við seðlabanka Noregs og Danmerkur. Sunday Telegraph Seðlabankinn hafi um helgina rætt við norræna seðlabanka um að þeir veiti Íslandi stuðning vegna gjaldeyriskreppunnar hér á landi. Viðræðurnar snúist um að veita jafnvirði 10 milljarða evra, 1560 milljarða króna, inn í íslenska bankakerfið frá stofnunum á borð við norrænu seðlabankana og íslensku lífeyrissjóðina, sem eru beðnir um að flytja erlendar eignir sínar til Íslands.
Schoultz sagði við Bloomberg í dag að samningurinn frá í maí væri enn virkur en engu hefði verið bætt við hann. „Við eigum að sjálfsögðu í stöðugum viðræðum við seðlabankann á Íslandi eins og við aðra seðlabanka á þessum umrótstímum."
Bloomberg segir að Siv Meisingseth, talsmaður norska seðlabankans hafi ekki viljað tjá sig um málið og ekki heldur Regina Schüller, talsmaður Seðlabanka Evrópu. Ekki náðist í talsmann danska seðlabankans.