Vill ekki tryggja viðskiptaskuldir fyrirtækja Baugs við birgja

Verslun Karen Millen í Covent Garden í London.
Verslun Karen Millen í Covent Garden í London.

Euler Hermes, breskt viðskiptatryggingafélag hefur sagt upp samningum við nokkra af birgjum Baugs í Bretlandi, að því er breska blaðið Independent on Sunday segir frá í dag. Atradius, stærsta félag Bretlandseyja í þessari starfsemi, hefur hins vegar ekki sagt upp sínum samningum og segjast forsvarsmenn þess ekki skilja ákvörðun Euler Hermes.

Blaðið segir að  Euler Hermes hafi í síðustu viku tilkynnt Baugi, að það muni ekki veita birgjum breskra fyrirtækja Baugs viðskiptatryggingu. Blaðið tengir þessa ákvörðun við fréttir af yfirtöku íslenska ríkisins á Glitni. Independent segir að viðræður standi yfir milli Baugs og Euler um málið. 

Blaðið hefur eftir talsmanni Baugs, að ákvörðun Euler komi á óvart og hafi verið tekin vegna misskilnings um áhrif efnahagsástandsins á Íslandi á starfsemi Baugs. Fyrirtækið hafi lýst því yfir að fyrirtæki Baugs í Bretlandi tengist með engum hætti íslenska hagkerfinu. Flest þeirra séu fjármögnuð af alþjóðlegum bönkum og standi sig vel í núverandi markaðsaðstæðum.  

Viðskiptatryggingar tryggja félög gegn því, að þau fái ekki viðskiptaskuldir greiddar ef fyrirtæki, sem þau eiga í viðskiptum við, verða gjaldþrota eða lenda í greiðsluerfiðleikum. Fái birgjar ekki slíkar tryggingar krefjast þeir jafnan staðgreiðslu eða strangari lánasamninga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK