Atlantic Petroleum lækkar um 17,87%

Úrvalsvísitalan hefur lækkað minnst allra norrænna vísitalna enda lokað fyrir viðskipti með sex félög í Kauphöll Íslands. Nemur lækkun Úrvalsvísitölunnar 2,01% og hefur Atlantic Petroleum lækkað mest eða um 17,87%. Bakkavör hefur lækkað um 14,48% og Century Aluminum um 10,62%. Ekkert félag hefur hækkað í verði.

Í Ósló hefur hlutabréfavísitalan lækkað um 9,55%, Kaupmannahöfn 7,82%, Stokkhólmur 6,23% og Helsinki 5,57%. Samnorræna vísitalan Nordic 40 hefur lækkað um 6,47%.

Í Lundúnum hefur FTSE vísitalan lækkað um 5,25%, DAX hefur lækkað um 5,41% í Frankfurt og CAC í París um 5,81%.

Bandarískar hlutabréfavísitölur hafa einnig lækkað í rafrænum viðskiptum á Wall Street í morgun en viðskipti hefjast ekki vestanhafs fyrr en klukkan 13:30 að íslenskum tíma. Dow Jones hefur lækkað um 2,61%,Standard & Poor's 500 um 2,66% og Nasdaq um 2,40%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK