Bandarískar björgunaraðgerðir hafnar

Reuters

Bandaríska fjármálaráðuneytið hóf í dag fyrsta áfanga björgunaraðgerða fyrir fjármálakerfið með því að bjóða út uppkaup á undirmálsfasteignaveðlánum og verðbréfum, sem tryggð eru með verðlitlum húsnæðisskuldabréfum.

Tilboðsfrestur er ekki langur eða til klukkan 21 að íslenskum tíma á miðvikudagskvöld. Þykir þetta til marks um hve mikið liggur á að koma aðgerðunum af stað.

Bandaríkjaþing samþykkti á föstudag aðgerðaáætlun sem gerir ráð fyrir að allt að 700 milljarðar dala verði notaðir til að kaupa verðlaus skuldabréf af fjármálastofnunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK