Stjórnendur og eigendur Glitnis ekki með í ráðum

Friðrik Tryggvason

Ekk­ert sam­ráð var haft við eig­end­ur og stjórn­end­ur Glitn­is, þegar for­svars­menn Kaupþings og Lands­bank­ans gerðu um það til­lögu, að far­in yrði svo­kölluð Washingt­on Mutual leið, með Glitni, en þær hug­mynd­ir fela það í sér, að hefðbund­inni banka­starf­semi Glitn­is væri hætt og ákveðnar ein­ing­ar og eign­ir seld­ar frá bank­an­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins líta eig­end­ur og stjórn­end­ur Glitn­is þannig á að um síðustu helgi, hafi kom­ist á bind­andi samn­ing­ur á milli Glitn­is ann­ars veg­ar og Seðlabanka og rík­is­stjórn­ar hins veg­ar, þegar ráðandi meiri­hluti eig­enda Glitn­is und­ir­ritaði samn­ing, þar sem gengið var að því að rík­is­sjóður eignaðist 75% hlut í Glitni fyr­ir 600 millj­ón­ir evra.

Úr röðum Glitn­is heyrðist nú snemma í morg­un, að þar á bæ teldu menn sig hafa vitn­eskju fyr­ir því að þegar í fyrra­kvöld, laug­ar­dags­kvöld, hafi seðlabanka­menn verið að und­ir­búa það sem nefnt er for­sendu­brest­ur á laga­máli, en með því hafi þeir verið að leita að átyllu til þess að rifta samn­ing­um við Glitni.

Sömu­leiðis hef­ur Morg­un­blaðið heim­ild­ir fyr­ir því að í gær hafi Seðlabank­inn sent til allt að 200 er­lendra lán­ar­drottna yf­ir­lit og minn­is­blað und­ir­ritað af tveim­ur seðlabanka­stjór­um, þeim Davíð Odds­syni og Ei­ríki Guðna­syni, um stöðu mála, og þar komi skýrt fram, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins að gengið er út frá því, að samn­ing­ur­inn á milli rík­is­ins og Glitn­is sé í fullu gildi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK