Fréttaskýring: Öll samstaða brostin meðal Evrópuþjóða

Leiðtogar stærstu hagkerfa Evrópusambandsins á fundi um helgina sem skilaði …
Leiðtogar stærstu hagkerfa Evrópusambandsins á fundi um helgina sem skilaði niðurstöðu sem ekki hélt í sólarhring, Reuters

Ekki verður betur séð en öll samstaða meðal ríkja innan Evrópusambandsins um sameiginlegar aðgerðir gegn fjármálakreppunni sé brostin og hver þjóð reyni nú að bjarga sér sem best hún má. Hver á eftir annarri lýsa þjóðirnar því yfir að þær muni gangast í ábyrgðir fyrir innlánum í bönkum sínum. Samstöðuleysið hefur síðan einungis kynt undir örvæntingunni á mörkuðunum þar sem hlutabréfamarkaðirnir hafa haldið áfram að falla.

Danmörk varð í dag síðust þjóða til að lýsa yfir að stjórnvöld þar muni tryggja öll innlán bankastofnana í landinu og kom sú yfirlýsing í kjölfar óvæntrar ákvörðunar Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, í gær að ríkisstjórn hennar myndi ábyrgjast öll innlán og tengdar fjárskuldbindingar bankana í þessu stærsta hagkerfi evrusvæðisins. „Við viljum fullvissa þjóðina um að sparnaður þeirra er öruggur,“ sagði hún.

Fullkomið vantraust ríkir innan fjármálakerfisins í kjölfar björgunaraðgerða á hverjum bankanaum á eftir öðrum hefur og neytt yfirvöld í Evrópu til að grípa til örþrifaráða þó að fyrir liggi að innlánstryggingar á borð við þær sem Írland, Grikkland og Svíþjóð hafa lýst á sig, geti kostað óheyrilegt útstreymi úr fjárhirslum þessara landa. Keðjuverkandi ákvarðanir um þessar tryggingar vekja upp spurningar um hugsanleg áhrif á ríkisfjármál viðkomandi ríkja en jafnframt leitt ótvírætt í ljós að evrópsk stjórnvöld hafa reynst ófær um koma á sameiginlegum aðgerðum þrátt fyrir að á helgarfundi forsvarsmanna stærstu hagkerfa Evrópu hafi sú einmitt átt að verða niðurstaðan.

„Ríkisstjórnir hafa ekki átt neinn annan kost en veita innlánstryggingar því ella munu sjást áhlaup á banka og algjört hrun í viðskiptalífinu og væntingum neytenda," segir Neil Mackinnon aðalhagfræðingur ECU Group, bresks fjármálafyrirtækis. „Það hefur aldrei verið meira í húfi.“

Samræmd vaxtalækkun stóru hagkerfanna?

Kreppan sem geisar í Evrópu og mörkuðum álfunnar hefur ýtt mjög undir hugmyndir um samræmda vaxtalækkun helstu seðlabanka heims, jafnvel þegar í dag. Sérfæðingar segjast ekki verða undrandi ef bandaríski seðlabankinn, evrópski seðlabankinn og Englandsbanki grípi til fyrstu slíkra samræmdu aðgerða í vaxtamálum frá því í september 2001 í hryðjuverkaárásinni á Bandaríkin.

Aukin óvissa er um að aðrir hlutar hagkerfisins muni komast undan fjármálakreppunni án verulegs skaða. Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, varaði enda  við lakari horfum í efnahagsmálum á síðasta fundi bankans nýverið. Hingað til hafa helstu seðlabankar haldið að sér höndum varðandi vaxtabreytingar en beitt þeim ráðum að veita verulegu lausu fé inn á fjármálamarkaðina.

Þótt ekki blási byrlega um samstöðu Evrópuríkja í aðgerðum við bankavandanum virðist Nicolas Sarkozy enn halda í vonina um að hægt verði að samræma aðgerðir. „Við verðum að samræma viðbrögðin, “ sagði Frakklandsforseti í dag en hann er jafnframt í forsæti Evrópusambandsins. Á sama tíma sitja fjármálaráðherrar Evrópusambandsins á fundi í Luxemborg til að ræða fjármálakreppuna.

„Þetta er alvarlegt ástand sem verður ekki komist hjá að takast á við,“ sagði talsmaður ESB, Johannes Laitenberger. „Auðvitað er mikil vinna í gangi. Enginn heldur því fram  að nú ríki eðlilegt ástand og satt að segja er engin ein töfralausn sem lgreiðir úr vandanum."

Hin endurnýjaða tilraun til að finna sameiginlega grundvöll til lausnar fjármálakreppunni kemur í kjölfar fundar forsvarsmanna stærstu hagkerfa álfunnar, Frakklands, Þýskalands, Bretlands og Ítalíu, um helgina þar sem þau skuldbundu sig til að taka sameiginlega á vandanum. Það samkomulag sprakk hins vegar strax á sunnudag þegar Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti að öll innlán þýska fjármálakerfisins, alls 568 milljarðar evra, nytu ríkistryggingar ásamt því að tryggja 50 milljarða evra björgun Hypo Real Estate AG, annars stærsta húsnæðislánabanka Þýskalands. Dönsk stjórnvöld fylgdu í kjölfarið, eins og áður er nefnt, og austurríska stjórnin hefur gefið til kynna að hún muni fylgja þessu fordæmi.

Markaðirnir hafa brugðist neikvætt við þessum aðgerðum eða „smáskammtalækningum“ á vettvangi hverrar þjóðar fyrir sig. „Við eigum eftir að sjá hvort það virkar í Evrópu sem Hank Paulson (bandaríski fjármálaráðherrann) reyndi í Bandaríkjunum varðandi Fannie (Mae) og Freddie (Mac) og mistókst,“ er eftir Robert Brusca, aðalhagfræðingi Fact og Opinion Economics í New York.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka