Krónubréf að nafnvirði 29 milljarðar á gjalddaga í dag

mbl.is/Júlíus

Krónubréf að nafnvirði 29 milljarða króna falla á gjalddaga í dag að viðbættum vöxtum. Um er að ræða flokk krónubréf sem Evrópski fjárfestingabankinn (EIB) gaf út. Heildarútistandandi krónubréf nema nú 277 milljörðum króna og hefur staðan ekki verið lægri síðan í desember árið 2006.

Það sem eftir lifir mánaðar falla krónubréf að nafnvirði 16 milljarða króna á gjalddaga auk vaxta. Í nóvember og desember falla svo krónubréf að nafnvirði 14 ma.kr. til viðbótar á gjalddaga, að því er fram kemur í Morgunkorni Greiningar Glitnis.

„Frá því að þrenginga fór að gæta á innlendum markaði með gjaldmiðlaskiptasamninga í byrjun mars á þessu ári hafa verið gefin út krónubréf að nafnvirði 20 ma.kr. Á sama tíma hafa krónubréf að fjárhæð 139,5 ma.kr. fallið á gjalddaga. Það hefur því undið hratt ofan af krónubréfastöðunni á árinu. Þegar mest var, í ágúst á síðasta ári, nam staða útistandandi krónubréfa 443 mö.kr., eða um þriðjungi af landsframleiðslu síðasta árs. Komi ekki til frekari krónubréfaútgáfu á árinu munu heildarútistandandi krónubréf nema samtals 247 mö.kr. í árslok,"  samkvæmt Morgunkorni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK