Nordea hefur áhuga á eignum Kaupþings

Nordea, stærsti banki Norður­landa, kann að hafa áhuga á að kaupa hluta af Kaupþingi. Þetta staðfest­ir upp­lýs­inga­full­trúi bank­ans við sænska viðskiptamiðla.

Sænski vef­miðill­inn e24 hef­ur eft­ir Joh­an Ekwall, upp­lýs­inga­full­trúa Nordea, að bank­inn hafi keypt viss­ar eign­ir af Rosk­ildebanka í Dan­mörku og hafi þá lýst því yfir, að hann kunni að hafa áhuga á að kaupa aðra starf­semi á Norður­lönd­um, sem fell­ur vel að starf­semi bank­ans. 

„Við skoðum það sem býðst  á næst­unni og met­um hvernig það kann að henta okk­ur," seg­ir Ekwall.  

Hann vill ekki tjá sig um hvort sam­töl hafi átt sér stað milli Nordea og Kaupþings um málið. 

Vef­ur­inn hef­ur eft­ir sé­fræðing­um, að Nordea kunni að hafa áhuga á danska bank­an­um FIH, sem Kaupþing keypti af Swed­bank árið 2004 fyr­ir 9 millj­arða sænskra króna.

„Ég tel að marg­ir nor­ræn­ir stór­bank­ar kunni að hafa áhuga á er­lend­um eign­um Kaupþings. Ég held þó að eng­inn vilji kaupa Kaupþing allt," seg­ir  Pål Ring­holm, sér­fræðing­ur hjá First Secu­rities í Nor­egi.

Hann nefn­ir einnig að sænsk­ir bank­ar kynnu að hafa áhuga á BN Bank, sem Glitn­ir keypti árið 2005.

Frétt e24.se

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK