Kínverjar flytja út bensín

Kínverjar flytja nú út bensín.
Kínverjar flytja nú út bensín.

Verð á svonefndri Brent Norðursjávarolíu féll um meira en þrjá dollara á tunnu í dag og kostaði tunnan nú síðdegis 87 dollara, samkvæmt fréttavefnum borsen.dk. Ástæða verðfallsins er ekki einungis rakin til efnahagsástandsins í Bandaríkjunum. Bensínútflutningur frá Kína, næst stærsta olíunotanda í heimi, er einnig talinn eiga þátt í lækkuninni. 

Undanfarin ár hefur Kína flutt inn sífellt meira af olíu og bensíni. Skýringin á því er ör vöxtur í landinu og nú nýverið einnig aukin umsvif vegna Ólympíuleikanna. Tryggt var að nægar olíu- og bensínbirgðir væru til í landinu meðan á leikunum stóð.

Að sögn Mads Peter Simonsen, hjá greiningadeild Amagerbanka, hafa Kínverjar hafið útflutning á bensíni upp á skíðkastið. Í Kína er helmingur nýskráðra bíla knúinn dísilolíu og því reyna Kínverjar að fullnægja þörf fyrir hana með eigin framleiðslu. Það hefur leitt til umfram framleiðslu af bensíni í september og einnig nú í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka