Samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands verður að öllum líkindum opið fyrir viðskipti þar í dag en það er í höndum Fjármálaeftirlitsins að taka ákvarðanir um slíkt.
Engin tilkynning um að lokað verði fyrir viðskipti hefur borist frá eftirlitinu og því útlit fyrir að viðskipti hefjist með hlutabréf klukkan tíu. Miklar lækkanir hafa verið í norrænu kauphöllunum í morgun, til að mynda hefur hlutabréfavísitalan í Ósló lækkað um tæp 10%.