Skýrist á næstu klukkustundum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ræðir við útlenda fjölmiðla.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ræðir við útlenda fjölmiðla. mbl.is/Árni Sæberg

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði við fjölmiðlafólk eftir fund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar að staðan væri svartari heldur en hann hefði talið. Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir að ríkisstjórnin hafi valið að vinna að málinu án aðkomu stjórnarandstöðunnar en það ætti að skýrast á næstu klukkustundum hvert framhaldið væri.

Þeir Guðni og Steingrímur, ásamt Guðjóni A. Kristjánssyni, formanni Frjálslynda flokksins, áttu fund með Geir H. Haarde, forsætisráðherra og Össuri Skarphéðinssyni, iðnaðarráðherra, í morgun. Segja formenn stjórnarandstöðuflokkana að þeir hafi verið upplýstir á fundinum um stöðu mála en þeir væru bundnir trúnaði og gætu því ekki tjáð sig um efnisatriði fundarins.

Guðjón Arnar tók undir með formönnum hinna stjórnarandstöðuflokkanna og sagði að staðan væri alvarleg og enginn gæti skorast undan því að horfa á stöðu Íslands í heild sinni. Formennirnir þrír  þvertóku fyrir að Ísland væri að vera gjaldþrota.

„Ríkissjóður stendur vel," sagði Steingrímur og Guðni bætti við „Ísland mun rísa." Steingrímur hvatti til þess að allir héldu ró sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK