Fimm sérfræðingar IMF aðstoða Seðlabankann

Fimm sérfræðingar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF, veita Seðlabankanum nú ráðgjöf og aðstoð í því starfi, sem nú stendur yfir vegna fjármálakreppunnar hér á landi. Þetta kom fram hjá Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, í Kastljósi Sjónvarpsins, í kvöld.

Davíð sagði að þar á meðal væri einn færasti sérfræðingur IMF í upplausnarmálum banka. Þá hefði Seðlabankinn flutt hingað  öfluga
sérfræðinga frá J.P. Morgan sem hafi hjálpað bankanum gríðarlega mikið.

„Hvað eru menn að tala um varðandi Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það er verið að tala um það að þá yrði ríkisstjórnin að óska eftir því að fara í svokallað „program" sem getur staðið í sex mánuði eða tólf mánuði, þar sem að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur hingað, tekur ráðinn af ríkisstjórninni varðandi fjárlög ríkisins, meira og minna [...]  Þetta er notað yfir ríki sem hafa orðið gjaldþrota. Íslenska ríkið er ekki gjaldþrota. Það eru bankarnir sem eru í vandræðum, ekki íslenska ríkið," sagði Davíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK