Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði í dag lánshæfiseinkunnir Landsbankans fyrir langtímaskuldbindingar í B úr BBB. Einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans í B úr F3 og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk sem F úr C. Lánshæfismatseinkunnir bankans eru á athugunarlista.
Langtímaskuldbindingar dótturfélags bankans í Bretlandi, Landsbanki Heritable Bank, voru einnig lækkaðir í BB úr BBB, einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans sem B úr F3 og einkunn fyrir lækkuð í D frá C. Lánshæfismatseinkunnir bankans eru á athugunarlista.
Fitch lækkaði einnig lánshæfismati Glitnis í dag. Langtíma lánshæfismatseinkunn Glitnis fer úr BBB- í B. Vegna þessa lækkaði skammtíma einkunn bankans úr F3 í B. Stuðnings einkunn fer úr 2 í 4. Einkunnir fyrir víkjandi lán eru færðar úr BB í CCC annars vegar og B í C hins vegar. Sjálfstæð einkunn bankans var staðfest sem F. Allar einkunnirnar eru áfram í skoðun.