FME stýrir Landsbankanum

Öryggisverðir frá Securitas vakta nú inngang Fjármálaeftirlitsins.
Öryggisverðir frá Securitas vakta nú inngang Fjármálaeftirlitsins. mbl.is/Brynjar Gauti

Fjármálaeftirltiið hefur á grundvelli nýsettra laga gripið inn í rekstur Landsbankans til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi. Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar Landsbankans.

„Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að nýta heimild Alþingis með vísan til laga nr. 125/2008, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., sem samþykkt voru á Alþingi í gærkvöldi. Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd sem tekur við öllum heimildum stjórnar Landsbankans.

 Þetta er gert til að tryggja fullnægjandi starfsemi bankans og stöðugleika íslensks fjármálakerfis.

 Eins og ríkisstjórnin hefur lýst yfir eru innstæður í innlendum viðskiptabönkum, sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi tryggðar að fullu. Útibú bankans á Íslandi, þjónustuver, hraðbankar og netbankar eru opnir. Stefnt er að því að viðskiptavinir bankans finni sem minnst fyrir breytingum.

 Það er mat Fjármálaeftirlitsins að þessi aðgerð sé nauðsynlegt fyrsta skref til þess að ná markmiðum nýsettra laga og til að tryggja eðlilega bankastarfsemi innanlands og öryggi innstæðna á Íslandi," að því er fram kemur á vef FME.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka