Fréttir af því að Seðlabankinn hefði fengið 4 milljarða evra að láni frá Rússlandi urðu til þess að gengi krónunnar hækkaði umtalsvert. Að sögn Reutersfréttastofunnar lækkaði gengi krónunnar um 35% í morgun þegar fréttist af því að Fjármálaeftirlitið hefði tekið yfir stjórn Landsbankans en krónan hækkaði á ný.
Reuters segir að gengi krónunnar hefði hækkað eftir fréttirnar af láninu og gengi evru farið niður í 220 krónur. Seðlabankinn hefur nú tilkynnt að hann muni eiga viðskipti á millibankamarkaði sem samsvari um 131 krónu gagnvart evru.