Fréttir af rússnesku láni hresstu krónuna

Fréttir af því að Seðlabankinn hefði fengið 4 milljarða evra að láni frá Rússlandi urðu til þess að gengi krónunnar hækkaði umtalsvert. Að sögn Reutersfréttastofunnar lækkaði gengi krónunnar um 35% í morgun þegar fréttist af því að Fjármálaeftirlitið hefði tekið yfir stjórn Landsbankans en krónan hækkaði á ný.

Reuters segir að gengi krónunnar hefði hækkað eftir fréttirnar af láninu og gengi evru farið niður í 220 krónur. Seðlabankinn hefur nú tilkynnt að hann muni eiga viðskipti á millibankamarkaði  sem samsvari um 131 krónu gagnvart evru. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK