Richard Portes hjá London Business School og sérfræðingur í íslenskum efnahagsmálum, segir í viðtali í The Guardian að íslensk stjórnvöld hafi gert mistök með því að þjóðnýta Glitni og þar með valdið skelfingu á markaðinum í stað þess að sjá honum fyrst og fremst fyrir lausu fé.
Portes segir að hér hafi orðið sömu ófyrirséðu afleiðingarnar og gerðist í tilfelli Lehman Brothers í Bandaríkjunum að setja fjárfestingabankann í gjaldþrotameðferð. „Vandamál Íslands var því þegar í stað ýkt upp úr valdi,“ segir hann.
Portes segir að íslensku bankarnir hafi orðið fyrir óréttmætu áhlaupi. „Heimurinn er ekki réttlátur. Þeir áttu nánast enga eitraða pappíra. Eignirnar sem þeir munu þurfa að selja eru allt prýðilega góðar eignir. Þeir hafa verið ágætlega reknir og hafa ekki verið neitt háðari heildsölu markaði fjármálalífsins heldur en aðrir bankar.“