Erlendir fjölmiðlar fjalla mikið um stöðu Íslands í ólgusjó efnahagsþrenginga. Í dálkinum Lex í dagblaðinu The Financial Times er greint frá því að þjóðnýting Glitnis og fall Landsbankans séu afleiðing þeirrar áhættu sem íslenskir bankar hafi tekið undanfarin ár. Þá er lagt til að Geir H. Haarde forsætisráðherra stefni að því að lækka hér stýrivexti.
Fram kemur að stýrivextir upp á 15,5% hafi þegar valdið minniháttar kreppu á Íslandi og - verði þeir ekki lækkaðir - muni þeir auka á enn vandræði íslensku þjóðarinnar. Skuldastaða hennar sé mikil og stórar lánalínur bankanna hafi lokast. Hér sé gjörbreytt staða frá því sem áður hafi verið.