Áfram verður lokað fyrir viðskipti með fjármálafyrirtækin sex sem viðskipti voru stöðvuð með í Kauphöll Íslands í gær, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu. Um er að ræða viðskiptabankana þrjá: Glitni, Kaupþing og Landsbankann auk Straums, Existu og SPRON.
Samkvæmt upplýsingum frá FME liggur ekki fyrir hvenær hægt verður að opna fyrir viðskiptin á ný.