Samson fær greiðslustöðvun

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis að Samson eignarhaldsfélag, aðaleigandi Landsbankans þar til í morgun, fái greiðslustöðvun til næstu þriggja vikna, eða til 28. október nk. Hefur Gunnar Sturluson, hrl. hjá Logos lögmannsþjónustu, verið skipaður aðstoðarmaður Samson á greiðslustöðvunartímanum.

Eina eign Samson eignarhaldsfélags var þessi hlutur í Landsbankanum, sem keyptur var af íslenska ríkinu haustið 2002 á 12,3 milljarða króna. Verðmæti hlutarins fyrir fáum vikum var um 90 milljarðar króna.

Að sögn Ásgeirs Friðgeirssonar, talsmanns Samson, hefur greiðslustöðvun þessa félags ekki áhrif á nein önnur sem feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson eiga hér á landi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK