Davíð Oddsson, Seðlabankastjóri, segir að ekki hafi verið rétt farið með í fréttatilkynningu Seðlabanka Íslands um að lán frá Rússum væri í höfn. Hið rétta væri að viðræður stæðu yfir. Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg fréttastofunnar við Davíð.
Fjármálaráðherra Rússlands, Alexei Kúdrín, staðfesti við Bloomberg að beiðnin hafi borist frá ríkisstjórn Íslands og að viðbrögð Rússa væru jákvæð.
Um er að ræða lán upp á fjóra milljarða evra sem er ætlað að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands.
Stjórnvöld á Íslandi og Rússlandi hafa ákveðið að hefja viðræður um fjármálaleg atriði innan fárra daga.
Viðtal Bloomberg við Davíð Oddsson