Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, Victor I. Tatar­intsev, til­kynnti for­manni banka­stjórn­ar Seðlabank­ans í morg­un að staðfest hefði verið að Rúss­land myndi veita Íslandi lána­fyr­ir­greiðslu að upp­hæð 4 millj­arðar evra, jafn­v­irði rúm­lega 620 millj­arða króna, á skráðu gengi Seðlabank­ans.

Í til­kynn­ingu frá Seðlabank­an­um kem­ur fram að lánið mun verða til 3 - 4 ára á kjör­um sem munu verða á bil­inu 30 - 50 punkt­um yfir Li­bor-vöxt­um.  Vla­dímír Pútín, for­sæt­is­ráðherra Rúss­lands, hef­ur staðfest þessa ákvörðun.
 
Í til­kynn­ingu frá Seðlabank­an­um seg­ir, að Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, hafi hafið at­hug­un á mögu­leik­um á slíkri lána­fyr­ir­greiðslu á miðju sumri. Sér­fræðing­ar Seðlabanka og stjórn­ar­ráðsins munu halda til Moskvu mjög fljót­lega.
 
Lána­fyr­ir­greiðsla af þessu tagi mun treysta mjög gjald­eyr­is­forða Íslands og styrkja grund­völl ís­lensku krón­unn­ar, að sögn Seðlabank­ans. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK