Rússneska fréttastofan RIA Novosti hefur eftir Dmitrí Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rússlands, að engin formleg ósk hafi komið frá Íslandi um lán, samningaviðræður hafi ekki hafist og engin lánsákvörðun hafi verið tekin.
Seðlabankinn tilkynnti í morgun, að sendiherra Rússlands á Íslandi hefði í morgun tilkynnt Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, í morgun, að Vladímír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, hafi staðfest að Rússland myndi veita Íslandi lánafyrirgreiðslu að upphæð 4 milljarðar evra, jafnvirði rúmlega 620 milljarða króna, á skráðu gengi Seðlabankans þá.
Fram kom að sérfræðingar Seðlabanka og stjórnarráðsins munu halda til Moskvu mjög fljótlega.