Stórir, breskir bankar verða að hluta til þjóðnýttir, samkvæmt björgunaráætlun þarlendra stjórnvalda er kynnt var fyrir opnun markaða í morgun. 50 milljarðar punda af skattfé verða látnir bönkunum í té í skiptum fyrir hlutabréf í þeim.
Átta bankar hafa skrifað undir þátttöku sína í endurfjármögnunaráætluninni, að sögn fjármálaráðuneytisins breska. Það eru bankarnir Abbey, Barclays, HBOS, HSBC, Lloyds TSB, Nationwide Building Society, Royal Bank of Scotland og Standard Chartered.