Bankar vilja selja hlut Stoða í Unibrew

Danska viðskipta­blaðið Bør­sen seg­ir í dag, að fimm bank­ar, sem hafi veð í rúm­lega fjórðungs­hlut Stoða í dönsku öl­gerðinni Royal Uni­brew vilji nú selja hlut­inn eins fljótt og unnt er.

Blaðið hef­ur eft­ir heim­ild­ar­manni í ein­um bank­anna, að þetta geti vissu­lega breytt valda­hlut­föll­um inn­an Royal Uni­brew en bönk­un­um sé sama hver kaup­ir ef þeir fái pen­ing­ana sína til baka. Þess vegna reyni þeir að vinna sam­an í stað þess að hlaupa hver í sína átt­ina. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK