Brown hótar aðgerðum gegn Íslandi

Gordon Brown og Alistair Darling á blaðamannafundi í Lundúnum í …
Gordon Brown og Alistair Darling á blaðamannafundi í Lundúnum í dag. Reuters

Gor­don Brown, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, sagði við breska rík­is­út­varpið BBC í morg­un, að bresk stjórn­völd muni leita rétt­ar síns gagn­vart Íslandi, standi ís­lenska ríkið ekki við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart bresk­um spari­fjár­eig­end­um sem lögðu fé á reikn­inga hjá Ices­a­ve, net­banka Lands­bank­ans.

Talsmaður breska fjár­málaráðuneyt­is­ins sagði hins veg­ar í morg­un, að unnið væri með ís­lensk­um stjórn­völd­um til að tryggja, að spari­fjár­eig­end­urn­ir fái pen­inga sína til baka eins fljótt og hægt er.

Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Bret­lands, sagði í morg­un við BBC að ís­lensk stjórn­völd ætli ekki að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar um að tryggja inni­stæður á reikn­ing­um Ices­a­ve. Bresk stjórn­völd ætli hins veg­ar að tryggja, að reikn­ingseig­end­urn­ir fái alla sína pen­inga til baka. Talsmaður fjár­málaráðuneyt­is­ins seg­ir, að ráðuneytið ábyrg­ist að eng­inn muni tapa pen­ing­um á viðskipt­um við Ices­a­ve. Hafa bresk stjórn­völd fryst all­ar eign­ir Lands­bank­ans í Bretlandi þar til staðan skýrist.

Talið er að 2-300 þúsund manns eigi inni­stæður á Ices­a­ve.  

„Íslenska rík­is­stjórn­in til­kynnti mér í gær, hvort sem þið trúið því eða ekki, að hún ætlaði ekki að standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar hér," sagði Darling við BBC. „Vegna þess að þetta er úti­bú er­lends banka þarf ís­lenski trygg­ing­ar­sjóður­inn að tryggja fyrsta hlut­ann af inni­stæðunum en mér sýn­ist sá sjóður vera tóm­ur," sagði Darling. 

„Sam­kvæmt bresk­um regl­um munu bresk stjórn­völd síðan bæta skaðann upp að 50 þúsund pund­um en þeir sem áttu hærri inni­stæður myndu tapa þeim. Vegna þess að þetta eru sér­stak­ar kring­um­stæður hef ég ákveðið, að við mun­um standa við bakið á spari­fjár­eig­end­un­um svo þeir tapi engu."

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á blaðamanna­fundi í gær, þegar BBC spurði hann um inni­stæður Breta í Ices­a­ve, að ef þörf væri á þá myndi ís­lenska ríkið styðja Trygg­ing­ar­sjóð inni­stæðueig­enda í að afla nauðsyn­legs fjár­magns svo sjóður­inn gæti staðið við lág­marks­skuld­bind­ing­ar sín­ar í kjöl­far gjaldþrots eða greiðslu­stöðvun­ar ís­lensks banka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK