Ekki hægt að halda gengi föstu

Seðlabanki Íslands hefur í tvo daga átt viðskipti með erlendan gjaldeyri á öðru gengi en myndast hefur á markaði en segir nú ljóst, að stuðningur við það gengi sé ekki nægur. Bankinn muni því ekki gera frekari tilraunir í þessa veru að sinni.

Í morgun tilkynnti bankinn að hann myndi í dag, eins og í gær, eiga viðskipti á millibankamarkaði á gengi evru 131 kr. Í gær seldi bankinn 6 milljónir evra fyrir 786 milljónir króna.

Sagði bankinn að í þessu felist ekki að gengið hafi verið fastsett. Aðeins það að Seðlabankinn telji að hið lága gengi krónunnar sem myndast hafi að undanförnu sé óraunhæft. Mæltist bankinn til þess að viðskiptavakar á millibankamarkaði hér styðji við þá viðleitni bankans að styrkja gengið. Það hefur ekki gengið eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK