Finnar versla ekki með krónuna

„Við munum ekki kaupa aftur neinar leifar af þessari íslensku krónu," hefur finnska blaðið Helsingin Sanomat eftir gjaldkera í Forex gjaldeyrisafgreiðslunni í lestarstöðinni í Helsinki. Þetta kemur blaðinu spánkt fyrir sjónir vegna þess að Forex heitir því að kaupa til baka afgang af gjaldeyri án sérstaks aukagjalds.

Blaðið segir að enn hafi verið hægt að kaupa krónur í Forexafgreiðslum í gær en í dag er þessi gjaldmiðill ekki í boði.

Þá hafa margir finnskir bankar ákveðið að afskrá íslensku krónuna og hætta viðskiptum með hana þar sem ekki sé lengur hægt að verðleggja hana vegna óvissu á markaði.

Aðeins Kaupþing í Finnlandi og Evli sögðust enn versla með krónu og útibú Sampo skammt frá brautarstöðinni sagðist einnig myndu kaupa íslenska krónu.

Hins vegar var krónan orðin nærri verðlaus í Finnlandi í dag. „Landið er að verða eins og Simbabve," hefur blaðið eftir Rolf Friberg, eigandi og stjórnarformaður Forex.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK