lánshæfismatseinkunn langtímaskuldbindinga Glitnis í D úr B, einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans í D úr B og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk staðfest sem F. Lánshæfismatseinkunnir bankans eru á ekki lengur á athugunarlista. Lánshæfiseinkunn langtímaskuldbindinga Kaupþings voru lækkaðar í CCC úr BBB. Skammtíma einkunn í C úr F3. Fjárhagslegur styrkur Kaupþings er lækkaður úr C í E.
Kemur fram í tilkynningu Fitch þar sem lækkun lánshæfismats íslensku bankanna er skýrð að sérfræðingar Fitch telji að þrátt fyrir að Kaupþing sé eini bankinn af þremur viðskiptabönkum á Íslandi sem hafi haldið fjárhagslegu sjálfstæði þá séu líkur á því að Kaupþing þurfi síðar á stuðningi íslenskra stjórnvalda að halda. Það skýrist af þeirri miklu spennu sem ríki á íslenskum fjármálamarkaði.