Formlegar viðræður teknar upp við bresk stjórnvöld

Geir H. Haarde, Inga Jóna Þórðardóttir, Sarah og Gordon Brown …
Geir H. Haarde, Inga Jóna Þórðardóttir, Sarah og Gordon Brown við Downingstræti 10 Reuters

Sendiherra Íslands í Bretlandi, Sverrir Haukur Gunnlaugsson, fór eftir hádegi í dag til fundar í Downingstræti 10 við háttsetta embættismenn í forsætisráðuneyti og fjármálaráðuneyti Bretlands.

Á fundinum sem íslensk stjórnvöld óskuðu eftir í framhaldi af yfirlýsingum Gordons Brown, forsætisráðherra, og Alistair Darling, fjármálaráðherra, í morgun, var rætt um samráð ríkisstjórna landanna vegna ástandsins á fjármálamörkuðum, áhrif þess á íslenskt fjármálakerfi og stöðu íslenskra banka.

Sendiherrann kynnti efni yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um Icesave-reikninga Landsbankans og fyrir liggur nú að teknar verða upp formlegar viðræður ríkjanna um áframhaldandi samráð og nauðsynlegar aðgerðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK