Eftir Láru Ómarsdóttur
Landsbankinn í Lúxemborg er kominn í greiðslustöðvun og var starfsfólki bankans gert að yfirgefa hann. Fjármálaeftirlitið í Lúxemborg hefur tekið yfir stjórn bankans en ekki er vitað hvort það er gert í samvinnu við fjármálaeftirlitið hér á landi.
Þetta staðfesti Gunnar Thoroddsen, útibússtjóri Landsbankans í Lúxemborg í samtali við blaðamann. Búist er við tilkynningu frá fjármálaeftirliti Lúxemborgar síðar í dag.
Þá liggur öll starfssemi Glitnis í Lúxemborg niðri sem stendur en yfirlýsingar er að vænta þaðan innan skammns.