Kaupþing í London í greiðslustöðvun

Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja Kaupþing í Lundúnum í greiðslustöðvun. Jónas Sigurgeirsson, forstöðumaður samskiptasviðs Kaupþings, hefur staðfest þetta. Stjórnarfundur bankans þar stendur nú yfir samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Um er að ræða Singer & Friedlander, dótturfélag Kaupþings, sem hefur undanfarna daga lent í því, að viðskiptavinir hafa tekið mikla fjármuni út af svonefndum Kaupthing Egde sparireikningum sem boðið hefur verið upp á í Bretlandi.  Tilkynnt var í morgun, að ING Direct UK, dótturfélag ING Groep NV, stærsta fjármálaþjónustufyrirtækis Hollands, hefði keypt innlán breskra viðskiptamanna Kaupþings og Landsbankans.

Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, gaf yfirlýsingu á breska þinginu í dag um þær aðgerðir, sem stjórnvöld hafa ákveðið að grípa til vegna fjármálakreppu þar í landi. Darling talaði þar m.a. um þrjá íslenska banka, sem væru komnir í þrot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK