Landsbankinn í Lúxemborg lokaði nú fyrir stundu fyrir viðskipti í bankanum. Þegar haft var samband við bankann fékkst ekki uppgefið hvort lokað hefði verið fyrir öll viðskipti í bankanum eða hvort aðeins hafi verið lokað fyrir kaup á hlutabréfum í bankanum. Sögðu stjórnendur bankans að tilkynning yrði send frá þeim innan skamms.
Landsbankinn í Lúxemborg er í eigu Landsbanka Íslands og aðallega boðið upp á margvíslega einkabankaþjónustu, eignastýringu og aðra fjármálaþjónustu.
Á heimasíðu bankans segir að bankinn hafi myndað traust viðskiptasambönd við lítil og meðalstór fjármálafyrirtæki í Norður-Evrópu.