Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, sagði í dag ljóst að fleiri bandarísk fjármálafyrirtæki eigi eftir að fara í þrot þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda. Bandaríkjaþing samþykkti í síðustu viku að leggja 700 milljarða dala í sjóð til þess að kaupa ónýt lán af fjármálastofnunum og hjálpa þeim út úr sínum erfiðleikum.