Skref í rétta átt

Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), segist fagna því að helstu seðlabankar heims hafi lækkað stýrivexti í dag. Hann segir að þetta hafi verið „skref í rétta átt.“

„Við fögnum því að helstu seðlabankar heims hafi sameiginlega ákveðið að lækka stýrivexti í dag, þá fögnum við því að gripið hafi verið til aðgerða, sem engin fordæmi eru fyrir, til að draga úr spennunni á fjármálamörkuðum,“segir í yfirlýsingu sem Strauss-Kahn sendi frá sér.

„Þetta eru skref í rétta átt,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.

Seðlabanki Evrópu, Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada, Svíþjóð og Sviss lækkuðu í dag stýrivexti sína um hálft prósentustig. Með þessu vildu þeir senda skýr skilaboð til markaða heimsins. Ekki hefur verið gripið til viðalíka aðgerða síðan ráðist var á Bandaríkin í september árið 2001.

Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka