„Takið ykkur tak," sagði Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, í kvöld og vísaði til fjármálamarkaða beggja vegna Atlantshafsins. Hlutabréfaverð lækkaði enn í dag þrátt fyrir að stærstu seðlabankar heimsins hefðu lækkað stýrivexti um hálfa prósentu í dag í samræmdum aðgerðum.
„Allt of mikil svartsýni er óráðleg," sagði Trichet í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina France.
Dominique Strauss-Kahn,
framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fagnaði samræmdum aðgerðum seðlabankanna og sagði þær réttmætar til að létta þrýstingi af fjármálamörkuðum.