Seðlabankar víða um heim hafa lækkað stýrivexti um hálft prósentustig í morgun, þ. á m. bandaríski seðlabankinn, sá evrópski og Englandsbanki.
Eru þetta samræmdar aðgerðir er miða að því að auka traust á mörkuðum. Þegar hafa borist fregnir af uppsveiflu á hlutabréfaverði í Bandaríkjunum.
Seðlabankar í Svíþjóð, Kanada og Sviss taka þátt í aðgerðunum.
Stýrivextir í Bandaríkjunum eru nú 1,5%, í Evrópu 3,75%, Bretlandi 4,5%