Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að allir 3 bankastjórar Seðlabankans verði látnir fara. Ágúst Ólafur segir bankastjórnina hafa gert mörg mistök að undanförnu. Þá segir hann þörf á myndarlegri lækkun stýrivaxta.
Ágúst segir í samtali við RÚV að mistök bankastjórnarinnar m.a. felast í því að auka ekki
gjaldeyrisforðann í tíma, að tryggja ekki nægilegt lánsfé auk þess sem
tilraun bankans til þess að festa gengið hafi mistekist. Ágúst Ólafur
segir nauðsynlegt að endurvekja traust á Seðlabankanum og það verði
ekki gert með núverandi stjórnendur við stjórnvölinn. Björgvin G.
Sigurðsson viðskiptaráðherra vildi ekki taka undir með Ágústi í samtali við RÚV.