Baugur: Engin áhrif á starfsemina

House of Fraser er að stórum hluta í eigu Baugs.
House of Fraser er að stórum hluta í eigu Baugs. mbl.is/GSH

Forstjóri Baugs segir við breska blaðið Daily Telegraph, að fjármálakreppan á Íslandi hafi engin áhrif á starfsemi fyrirtækisins eða fjármögnun fyrirtækja Baugs á Bretlandseyjum. Að sögn blaðsins hefur orðrómur verið um það í dag að Baugur gæti lent í erfiðleikum. 

Að sögn Telegraph fullyrtu sumir, að helstu stjórnendur Baugs hefðu setið á neyðarfundum síðustu þrjá daga vegna bankakreppunnar á Íslandi og einnig hafi borist fréttir af því, að bresk fyrirtæki, sem Baugur á hlut í, vilji  endurskoða tengsl sín við fyrirtækið vegna þeirrar neikvæðu umræðu, sem er um Ísland þar í landi. 

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, segir hins vegar við Telegraph, að samskipti fyrirtækisins og fyrirtækja sem tengist Baugi, við banka séu traust. Samningum verði ekki breytt nema í samræmi við ákvæði lánasamninganna. 

Gunnar segir að fyrirtæki í eigu Baugs, þar á meðal verslunarkeðjurnar House of Fraser og Hamleys, gangi vel og lausafjárstaða þeirra sé góð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK