Richard Stokoe , talsmaður samtaka breskra sveitar- og bæjarfélaga, sagði að sveitarfélögin dreift sínum fjárfestingum víða og því væri einungis lág prósenta af almannafé í hættu vegna vandræða íslenskra banka.
„Sveitarfélögin hafa áður brennt sig á því að setja öll sín egg í sömu körfu. Þannig að nú er fjárfestingum dreift á mörg hundruð fjármálastofnanir í A-flokki," sagði Stokoe í samtali við AP fréttastofuna.
„Niðurstaðan af því er að megnið af sveitarfélögum munu ekki eiga í neinum fjármagnsvandræðum," sagði hann að lokum.
Fréttaskýrendur AP fréttastofunnar telja að bresku sveitar- og bæjarfélögin eyði um 106 milljörðum breskra punda þannig að þó að 800 milljónir (um 146 milljarðar íslenskra króna) séu í hættu sem er gróft mat, þá er það eigi að síður innan við 1% af útgjöldunum.