FME yfirtekur Kaupþing

Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún. mbl.is/Golli

Fjár­máleft­ir­litið greip í nótt inn í rekst­ur Kaupþings með sama hætti og stofn­un­in hef­ur yf­ir­tekið rekst­ur Lands­bank­ans og Glitn­is og seg­ir það gert til að tryggja áfram­hald­andi viðskipta­banka­starf­semi á Íslandi. Útibú bank­ans á Íslandi, þjón­ustu­ver, hraðbank­ar og net­bank­ar verða opin.

For­svars­menn Kaupþings viður­kenndu sig sigraða seint í gær­kvöld og ákváðu að af­henda bank­ann í hend­ur Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Fjár­mála­eft­ir­litið og skila­nefnd á veg­um þess taka yfir stjórn Kaupþings í dag. Von­brigði Kaupþings­manna eru að von­um gíf­ur­leg.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins telja for­svars­menn Kaupþings að viðbrögð Breta við Ices­a­ve-reikn­ing­un­um og umræðum í Bretlandi um að inni­stæður á þeim reikn­ing­um yrðu ekki tryggðar af ís­lensk­um stjórn­völd­um, hafi ráðið úr­slit­um um að breska fjár­mála­eft­ir­litið réðst gegn þeim með mjög harka­leg­um hætti í gær­morg­un og var skömmu síðar búið að taka yfir og loka dótt­ur­fyr­ir­tæki Kaupþings í Bretlandi, Sin­ger & Friedland­er.

Krafðir um greiðslur

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins var hringt í Kaupþing í London fyr­ir kl. 7 í gær­morg­un og bank­inn kraf­inn um 300 millj­óna punda greiðslu fyr­ir kl. 9 um morg­un­inn, og jafn­framt var hon­um greint frá því að inn­an tíu daga yrði Kaupþing í Bretlandi að reiða fram 2,3 millj­arða punda, sem er jafn­há upp­hæð og öll inn­lán dótt­ur­fyr­ir­tæk­is­ins. Á meðan Kaupþing hafi verið að reyna að upp­fylla þessi skil­yrði og leita lausna fyr­ir fyr­ir­tækið, hafi frétt komið á Sky frétta­stöðinni um að ING hefði yf­ir­tekið inn­lán Sin­ger & Friedland­er.

Kaupþings­menn eru sann­færðir um að Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Breta, hafi í máli sínu í gær­morg­un verið að vísa til orða Davíðs Odds­son­ar seðlabanka­stjóra í Kast­ljósi Sjón­varps­ins í fyrra­kvöld, þegar hann greindi frá því að Íslend­ing­ar ætluðu ekki að borga. „They are not go­ing to pay!“ sagði ráðherr­ann. Telja þeir að þessi túlk­un fjár­málaráðherr­ans á orðum seðlabanka­stjóra, með skír­skot­un til trygg­inga­greiðslna vegna Ices­a­ve-inn­láns­reikn­ing­anna, hafi riðið baggamun­inn og allt traust er­lendra lán­ar­drottna hafi bein­lín­is gufað upp á auga­bragði.

Fyr­ir­tækið tekið með valdi

Von­brigði for­svars­manna Kaupþings eru gíf­ur­leg. „Við vor­um ekki í van­skil­um, vor­um með nægt laust fé og góða eigna­stöðu. En fyr­ir­tækið var tekið af okk­ur með valdi í Bretlandi og við gát­um ekk­ert gert,“ sagði viðmæl­andi Morg­un­blaðsins á tólfta tím­an­um í gær­kvöld.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK