Hráolíuverð ekki lægra í eitt ár

Friðrik Tryggvason

Verð á hrá­ol­íu fór niður fyr­ir 85 dali tunn­an í kvöld þrátt fyr­ir vís­bend­ing­ar um að OPEC rík­in muni draga úr fram­leiðslu til þess að koma í veg fyr­ir frek­ari verðlækk­an­ir. Verð á hrá­ol­íu til af­hend­ing­ar í nóv­em­ber lækkaði um 1,81 dal tunn­an í kvöld á NY­MEX markaðnum í New York og er loka­verðið 86,62 dal­ir. Hef­ur loka­verð á hrá­ol­íu ekki verið lægra á NY­MEX frá því 15. októ­ber 2007. Eft­ir lok­un markaðar lækkaði olíu­verð enn frek­ar og fór niður fyr­ir 85 dali tunn­an. 

Sam­tök olíu­fram­leiðslu­ríkj­anna, OPEC, ótt­ast nú að sam­drátt­ur í efna­hags­kerf­um flestra ríkja heims muni þýða minni eldsneyt­is­notk­un. Því hafa þau ákveðið að halda auka­fund þann 18. nóv­em­ber í Vín í Aust­ur­ríki þar sem rætt verður um efna­hagskrepp­una og áhrif henn­ar á ol­íu­markaðinn.

Í Lund­ún­um lækkaði verð á Brent Norður­sjávar­ol­íu um 1,70 dali tunn­an og er 82,66 dal­ir tunn­an en fór lægst í 80,40 dali fyrr í dag.

Verð á hrá­ol­íu hef­ur lækkað um 60 dali tunn­an frá því það fór hæst í júlí í sum­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK