Hráolíuverð ekki lægra í eitt ár

Friðrik Tryggvason

Verð á hráolíu fór niður fyrir 85 dali tunnan í kvöld þrátt fyrir vísbendingar um að OPEC ríkin muni draga úr framleiðslu til þess að koma í veg fyrir frekari verðlækkanir. Verð á hráolíu til afhendingar í nóvember lækkaði um 1,81 dal tunnan í kvöld á NYMEX markaðnum í New York og er lokaverðið 86,62 dalir. Hefur lokaverð á hráolíu ekki verið lægra á NYMEX frá því 15. október 2007. Eftir lokun markaðar lækkaði olíuverð enn frekar og fór niður fyrir 85 dali tunnan. 

Samtök olíuframleiðsluríkjanna, OPEC, óttast nú að samdráttur í efnahagskerfum flestra ríkja heims muni þýða minni eldsneytisnotkun. Því hafa þau ákveðið að halda aukafund þann 18. nóvember í Vín í Austurríki þar sem rætt verður um efnahagskreppuna og áhrif hennar á olíumarkaðinn.

Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu um 1,70 dali tunnan og er 82,66 dalir tunnan en fór lægst í 80,40 dali fyrr í dag.

Verð á hráolíu hefur lækkað um 60 dali tunnan frá því það fór hæst í júlí í sumar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka